Nokkuð tap var á rekstri knattspyrnudeildar KA á síðasta ári en þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Félagið tapaði um 16 milljónum á síðasta ári.
Árið á undan var hagnaður deildarinnar rúmar 42 milljónir króna en þá var félagið í Evrópukeppni sem getur gefið vel í aðra hönd.
Félagið er hins vegar vel rekið og tapið má að hluta til útskýra með þeim hætti að félagið greiddi leikmönnum bónusa fyrir að komast inn í Evrópukeppnina í ár.
Meira:
Sögulegur ársreikningur í Fossvogi: Tekjurnar vel yfir milljarð og rosalegur hagnaður
Náðu að snúa við miklum taprekstri í efri byggðum Kópavogs
Óvæntar tekjur björguðu rekstrinum í Úlfarsárdal – Gríðarleg hækkun á launakostnaði og útgjöldum
Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára
Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára
Engar tekjur eru hins vegar komnar inn á móti þar og því má búast við því að árið 2025 verði töluvert betra í rekstri fyrir deildina.
KA varð bikarmeistari á síðustu leiktíð en tekjur deildarinnar voru 359 milljónir en voru 440 milljónir árið á undan.
Launakostnaður hækkaði á milli ára og var 172 milljónir á síðustu leiktíð. Til að setja það í samhengi var Víkingur með 418 milljónir í launakostnað á síðasta ári en KA vann Víking í úrslitum bikarsins.
KA hefur tæpar 35 milljónir í handbært fé en skammtímaskuldir eru skráðar tæpar 22 milljónir.