Belle Silva, eiginkona knattspyrnumannsins Thiago Silva, birti mynd af sláandi reikningi fjölskyldunnar á veitingahúsi í London.
Þá var Thiago á mála hjá Chelsea en reynsluboltinn spilar með Fluminense í heimalandinu Brasilíu í dag.
Fjölskyldan gerði vel við sig í mat og drykk í höfuðborg Englands á veitingastaðnum Novikov. Á reikningnum mátti sjá að þau höfðu fengið sér Peking-önd, krabbafætur og fleira góðgæti.
Belle var svo klárlega hissa og birti mynd af reikningnum á Instagram, eins og sjá má hér að neðan. Var hann upp á 900 pund, eða tæplega 160 þúsund íslenskar krónur.