Elfsborg í úrvalsdeildinni í Svíþjóð hefur staðfest kaup sín á Ara Sigurpálssyni frá Víkingi.
Ari gerir fjögurra ára samning við Elfsborg sem hefur lengi fylgst með þessum unga og öfluga kantmanni.
Ari fór 16 ára gamall til Bologna á Ítalíu og var þar í rúm tvö ár áður en hann snéri heim og gekk í raðir Víkings.
Hann var í herbúðum Víkings í þrjú ár en mörg erlend lið hafa sýnt honum áhuga síðustu mánuði.
„Við erum virkilega sáttir að Ari hafi valið Elfsborg sem næsta skref á ferlinum, við erum að fá leikmenn með spennandi hæfileika sem við teljum að styrki það sem við viljum gera,“ segir Oscar Hiljemark þjálfari liðsins.