Al-Nassr í Sádí Arabíu vill reyna að freista þess að fá Gabriel Magalhaes varnarmann Arsenal í sumar.
Gabriel hefur í vetur verið einn besti varnarmaður enska boltans.
Ljóst er að Al-Nassr yrði að setja ansi stórt búnt á skenkinn hjá Arsenal til að fá Gabriel.
Al-Nassri gæti boðið Gabriel laun sem hann fær ekki í Evrópu, slíkt gæti heillað.
Gabriel er 27 ára gamall landsliðsmaður frá Brasilíu.