Forráðamenn Real Madrid ætlar að reyna að kaupa Dejan Huijsen varnarmann Bournemouth í sumar.
Spænskir miðlar fjalla um málið en Huijsen er í fyrsta sinn í spænska landsliðshópnum núna.
Huijsen hefur verið hreint magnaður í hjartar varnarinnar hjá Bournemouth í vetur.
Huijsen er 19 ára gamall en Bournemouth keypti hann á litlar 15 milljónir punda síðasta sumar þegar hann kom frá Juventus.
Real Madrid hefur verið í vandræðum í öftustu línu vegna meiðsla og horfir félagið á Huijsen sem framtíðar lausn.