Lárus Orri Ólafsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur. Þessi efnilegi knattspyrnumaður er 18 ára gamall, fæddur árið 2006, og leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður.
Lárus Orri hefur æft með meistaraflokki Grindavíkur frá árinu 2023 og lék fimm leiki í deild og bikarkeppni á síðustu leiktíð. Hann var fyrir nokkrum árum í æfingahóp fyrir U15 ára landsliði Íslands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Lárus sýnt mikla hæfileika og metnað á æfingum og í leikjum með meistaraflokki.
„Lárus Orri er mjög efnilegur leikmaður sem leggur alltaf mjög hart að sér. Hann er með frábæra spyrnutæki og ég er mjög spenntur að fylgjast með framþróun hans á næstu árum,“ segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Þess má geta að Lárus Orri er náfrændi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nú leikur með Víking Reykjavík en átti frábæran atvinnumannaferil og landsliðsferil.