fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433Sport

Mikil gleðitíðindi fyrir Víkinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. mars 2025 15:50

Í leik síðasta sumar. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við Víking og gildir hann nú út árið 2028.

Þetta eru gleðitíðindi fyrir Víkinga, en þessi 25 ára gamli framherji hefur verið liðinu mikilvægur í velgengni þess undanfarin ár. Hafði hann verið eitthvað orðaður við brottför en nú er ljóst að hann fer ekki neitt.

Helgi er alls kominn með 69 mörk í 214 leikjum fyrir Víking, en hann skoraði 11 mörk í Bestu deildinni í fyrra.

„Það er mikil ánægja með að Helgi sé búinn að framlengja við okkur. Hann hefur verið í lykilhlutverki frá því að okkar velgengni byrjaði. Helgi kemur að rúmlega 20 mörkum ár hvert og sé ég því ekkert til fyrirstöðu að það haldi áfram næstu 4 ár hið minnsta. Svo hefur hann líka sýnt það að hann getur leyst fleiri stöður heldur en fremst á vellinum og eykur það enn frekar mikilvægi hans fyrir Víking,“ er haft eftir Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víkingi á heimasíðu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel sem þjálfari Englands

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel sem þjálfari Englands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United staðfestir að Old Trafford yrði nothæfur á meðan nýr völlur yrði byggður

United staðfestir að Old Trafford yrði nothæfur á meðan nýr völlur yrði byggður
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Náfrændi Gylfa Þórs skrifar undir nýjan samning við Grindavík

Náfrændi Gylfa Þórs skrifar undir nýjan samning við Grindavík
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enginn hjá United hefur áhuga á því að sjá Sancho aftur í sumar

Enginn hjá United hefur áhuga á því að sjá Sancho aftur í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur með rausnarlegt tilboð í Andi Hoti

Valur með rausnarlegt tilboð í Andi Hoti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sögulegur ársreikningur í Fossvogi: Tekjurnar vel yfir milljarð og rosalegur hagnaður

Sögulegur ársreikningur í Fossvogi: Tekjurnar vel yfir milljarð og rosalegur hagnaður
433Sport
Í gær

Valur í undanúrslit Lengjubikarsins – Rautt spjald og vítaspyrnukeppni

Valur í undanúrslit Lengjubikarsins – Rautt spjald og vítaspyrnukeppni
433Sport
Í gær

Lykilmaður fyrir Heimir Hallgrímsson vill fara frá Liverpool – Bournemouth telur sig leiða kapphlaupið

Lykilmaður fyrir Heimir Hallgrímsson vill fara frá Liverpool – Bournemouth telur sig leiða kapphlaupið