Íslenskur Toppfótbolti hefur samið við Hertz til þriggja ára um að vera einn af aðal samstarfsaðilum Bestu deildarinnar.
„Það er mjög ánægulegt að fá jafn öflugt fyrirtæki og Hertz inn til samstarfs við okkur í Bestu deildinni. Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu og hlökkum til að vinna með þeim á komandi árum,“ Segir Birgir Jóhannsson framkvæmdarstjóri ÍTF
„Við hjá Hertz erum virkilega spennt fyrir samstarfinu og hlökkum til að styðja við Bestu deildina á næstu þremur árum. Knattspyrna er mikilvægur hluti af íslensku samfélagi, og við sjáum mikinn samhljóm með þeim gildum sem Hertz stendur fyrir – fagmennsku, áreiðanleika og frábæra upplifun. Við hlökkum til að taka þátt í þessu ferðalagi með Bestu deildinni og stuðningsmönnum hennar.“ Segir Sigurður Berndsen forstjóri Hertz á Íslandi,
Þá hefur Íslenskur Toppfótbolti einnig endursamið við alla þá þrjá aðila sem fyrir voru, Unbroken, Steypustöðina og Lengjuna. Eitt Sett sem stutt hefur við deildina síðustu ár hefur dregið sig til hliðar.