Angel Gomes hefur hafnað góðu boði frá West Ham, sem vildi fá hann í sumar.
Miðjumaðurinn er á mála hjá Lille en verður samningslaus í sumar og má þá fara frítt.
Hann hefur sterklega verið orðaður við West Ham en þó Manchester United einnig, en hann var áður á mála á Old Trafford.
Guardian segir West Ham hafa boðið Gomes 100 þúsund pund í vikulaun en hann á að hafa hafnað því góða boði.