Josh Cavallo leikmaður Adelaide United í Ástralíu segist fá morðhótanir reglulega fyrir það eitt að vera samkynhneigður.
Cavallo vakti athygli árið 2021 þegar hann kom út úr skápnum, var hann fyrsti spilandi atvinnumaðurinn í fótbolta til að gera það.
Hann segir skrefið hafa tekið á og hann fái ógeðfelld skilaboð daglega og reglulega morðhótanir.
„Það er mjög erfitt umhverfi að vera hommi í fótbolta,“ segir Cavallo í dag en hann er 25 ára gamall.
„Það eru ekki allir sem myndu höndla þetta, það er langt því frá að vera samþykkt að vera samkynhneigður í fótbolta.“
„Þetta eru hlutir sem fólk tekur inn í myndina þegar það kemur úr skápnum, það kemur neikvæð pressa og neikvætt umtal sem hefur áhrif á frammistöðu þína.“