Enginn hjá Manchester United hefur áhuga á því að fá Jadon Sancho aftur inn um dyrnar næsta sumar en möguleiki er á því.
Sancho er á láni hjá Chelsea sem er með klásúlu um að kaupa hann, Chelsea er eitthvað að hugsa það mál.
Ákveði Chelsea að taka ekki Sancho þarf félagið að borga Untied sekt.
Sancho átti mjög erfiða tíma hjá United og hefur félagið gefist upp á honum. Félagið mun gera allt til þess að losna við hann í sumar.
Félagið vill selja Sancho til að fá inn fjármuni fyrir Ruben Amorim sem ætlar sér að breyta ansi miklu hjá United í sumar.
🚨 Manchester United do NOT want Jadon Sancho back, and are planning for next season without him on the roster. Should he return, INEOS would want to move him on quickly to raise funds for Ruben Amorim’s squad overhaul. #MUFC [@PeteHall86, @TheiPaperSport] pic.twitter.com/kjsFNkGCvn
— mufcmpb (@mufcMPB) March 18, 2025