West Ham hefur lagt fram tilboð í Angel Gomes miðjumann Lille en enski landsliðsmaðurinn fer frítt frá franska félaginu í sumar.
Guardian segir að West Ham hafi boðið Angel sem er 24 ára gamall um 100 þúsund pund á viku.
Guardian segir að það sé ekki nóg til að fá Angel sem ólst upp hjá Manchester United en fór frítt frá þeim árið 2020.
Barcelona hefur áhuga á Angel sem hefur átt mjög gott tímabil í Frakklandi í ár.
Manchester United er einnig sagt skoða það að fá Angel aftur til félagsins en ljóst er að West Ham þarf að hækka tilboð sitt til að vera með í samtalinu.