Luka Modric hyggst skrifa undir nýjan samning og taka enn eitt tímabilið með Real Madrid.
Samningur miðjumannsins, sem er orðinn 39 ára gamall, rennur út í sumar, en hann skrifaði undir eins árs framlengingu í fyrra.
Modric hefur verið hjá Real Madrid síðan 2012 og spilað hátt í 600 leiki fyrir félagið. Þó hlutverk hans hafi farið minnkandi vill hann ekkert meira en að vera þar áfram.
Króatinn vill skrifa undir nýjan eins árs samning, en hann verður fertugur snemma á næstu leiktíð.
🚨⚪️ Luka Modrić wants to stay at Real Madrid and continue for one more season.
His desire is to stay at the club and be part of the squad by signing new deal until June 2026.
Once again, Modrić’s first choice and first option is always Real Madrid. pic.twitter.com/Rc3pJom5yP
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 18, 2025