Manchester United er að skoða framherja fyrir sumarið og eru fjórir leikmenn á blaði hið minnsta.
Joshua Zirkzee og Rasmus Hojlund hafa ekki heillað í treyju United og vilja þeir fá nýjan mann inn úr efstu hillu.
Florian Plettenberg á Sky í Þýskalandi segir þá Viktor Gyokeres hjá Sporting og Victor Osimhen hjá Napoli, sem að vísu er á láni hjá Galatasaray, vera á listanum, en þeir hafa töluvert verið orðaðir við United.
Þá segir hann Benjamin Sesko, leikmann RB Leipzig sem lengi hefur verið eftirsóttur á meðal stærri liða, og Hugo Ekitike, leikmann Frankfurt einnig vera á blaði.
Allir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa verið iðnir við markaskorun á leiktíðinni.
🚨🆕 Manchester United are looking to strengthen their attack in the summer and are intensively scouting the market. Talks have already begun. #MUFC
From the Bundesliga, the Red Devils are closely monitoring Hugo #Ekitike and Benjamin #Sesko. Viktor #Gyökeres and Victor #Osimhen… pic.twitter.com/q563zzRDEn
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) March 17, 2025