Abdukodir Khusanov leikmaður Manchester City fékk óvænta gjöf þegar hann mætti heim til Úsbekistan til að taka þátt í landsleikjum.
Khusanov var keyptur til Manchester City í janúar frá franska félaginu Lens.
Khusanov er 21 árs gamall miðvörður og er að verða þjóðarhetja í Úsbekistan og fann fyrir því þegar hann kom í gær.
Þegar Khusanov kom fékk hann gjöf en um var að ræða glænýjan Mercedes-Benz G-Class.
Slík bifreið kostar tæpar 30 milljónir króna en hann virkaði ansi glaður með þessa glæsilegu gjöf.