Ivan Toney hélt heldur betur upp á 29 ára afmælið sitt á sunnudag og kostaði það hann um 100 þúsund pund, eða yfir 17 milljónir íslenskra króna.
Toney er leikmaður Al-Ahli í Sádi-Arabíu og þénar hann svakalegar upphæðir þar. Hann var áður lengi á mála hjá Brentford á Englandi.
Framherjinn leigði skemmtistað í London undir afmælið sitt á dögunum, en nú er landsleikjahlé og var hann ekki valinn í enska landsliðshópinn. Það gefst því tími til að skemmta sér.
Enska götublaðið The Sun fjallar nú um veisluna. Þar kemur fram að í heildina hafi hún kostað um 100 þúsund pund sem fyrr segir. Inni í þeirri upphæð er leiga á staðnum, skemmtiatriði frá þekktum plötusnúðum og svakalegur drykkjareikningur, en það kemur fram að allar konur í afmælinu hafi drukkið frítt. Heimildamaður The Sun segir að barnsmóðir Toney og kærasta til langs tíma, Katie Bio, hafi hvergi verið sjáanleg.
Á meðal gesta voru knattspyrnumenn á borð við Michael Olise, Trevoh Chalobah og Joe Gomes.
Veislan heldur áfram næstu daga samkvæmt heimildamanninum. Kemur einnig fram að Toney sé nokkuð leiður yfir því að hafa ekki verið valinn í landslisðhóp Thomas Tuchel.
„Það er ekki furða að hann hafi haldið þessa veislu á Englandi. Hann hefði fengið tíu ára fangelsi í Sádí,“ sagði heimildamaðurinn enn fremur, en ströng lög sem banna áfengi eru í gildi í landinu.