Forráðamenn Sky Sports óttast þau orð sem munu falla eftir að dómur fellur í máli Manchester City, búist er við að dómur falli á næstu vikum.
City er ákært í 115 liðum af ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum um fjármögnun.
Málið hefur lengi verið í loftinu en Sky Sports óttast að sérfræðingar sínir segi eitthvað sem gæti pirrað fólk.
Hafa Gary Neville, Jamie Carragher og Roy Keane fengið bréf þess efnis að ræða aðeins staðreyndir málsins.
Þeir eiga svo að benda fólki á að fylgjast með Sky Sports News þar sem fréttamenn fara yfir málið.
Óvíst er hvernig málið mun fara en forráðamenn City hafa hafnað því í mörg ár að hafa gerst brotlegir.