Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano telur nær útilokað að Arsenal muni íhuga tilboð frá Real Madrid í William Saliba í sumar, muni þau berast.
Saliba hefur lengi verið undir smásjá Real Madrid. Félagið sér hann sem einn besta miðvörð heims og þar vilja menn ólmir fá hann.
Samningur Saliba við Arsenal rennur út 2027 og styttist því í að félagið þurfi að fara að semja við hann eða þá selja ef það vill alvöru upphæð fyrir hann.
Romano bendir þó á að Frakkinn hafi talað á þann veg að hann vilji vera hjá Arsenal í framtíðinni. Þá segir hann að það verði eitt af fyrstu verkum Andrea Berta, sem er að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, að framlengja samning Saliba.
Real Madrid hefur aldrei sent inn formlega fyrirspurn vegna Saliba. Aðeins fylgst með honum úr fjarlægð.