Desire Doue mætti seint á fyrsta degi sem leikmaður franska landsliðsins.
Doue, sem er 19 ára gamall leikmaður PSG, var í fyrsta sinn valinn í hóp landsliðsþjálfarans Didier Deschamps fyrir komandi leiki gegn Króatíu í Þjóðadeildinni en mætti seint í gær.
Kom hann ásamt liðsfélaga sínum hjá PSG og öðru ungstirni, Warren Zaire-Emery.
„Komstu seint því þú varst með Warren? Sumir þjálfarar myndu senda ykkur burt strax,“ sagði Deschamps er hann tók á móti köppunum, en virtist þó fremur léttur í bragði.
Myndband af þessu er hér að neðan.
🥶 Désiré Doué arrives late alongside Warren Zaïre-Emery for his first day with the France squad.
“You’re with Warren? That’s why you’re late? […] there are some managers where you’d leave straight away.”pic.twitter.com/oePsjnHlgd
— Get French Football News (@GFFN) March 18, 2025