Marylou Sidibe, eiginkona knattspyrnumannsins Moussa Sissoko, birti myndband úr ræktinni á dögunum sem hefur farið um eins og eldur í sinu.
Sidibe er vinsæl á samfélagsmiðlum og hefur áður birt myndbönd úr ræktinni, en sjálf er hún þjálfari. Í þetta sinn ætlaði hún að taka sig upp hlaupa á hlaupabretti en það fór ekki betur en svo að hún flaug á hausinn um leið og hún steig á brettið.
Sidibe meiddist ekki alvarlega og sá greinilega spaugilegu hliðina við atvikið þar sem hún birti það sjálf á Instagram.
Það sem vekur athygli fólks sem tjáir sig í athugasemdakerfinu undir myndbandi Sidibe er þó að enginn virðist hafa komið henni til bjargar. Margir furða sig á þessu, en sjón er sögu ríkari og má sjá myndbandið hér neðar.
Sissoko er í dag á mála hjá enska B-deildarliðinu Watford, en hann á að baki feril með liðum eins og Tottenham og Newcastle.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndbandið
View this post on Instagram