Liðin mætast í umspili um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Kósóvó á fimmtudag en sá seinni, sem telst heimaleikur Íslands, á Spáni á sunnudag.
Leikirnir eru mikilvægir, en það getur skipt sköpum að vera í B-deildinni í næstu Þjóðadeild er kemur að möguleikum að komast inn á EM 2028.
Meira
Þetta hafa veðbankar að segja um möguleika Strákanna okkar
Ísland og Kósovó hafa tvisvar mæst áður. Það var í undankeppni HM 2018 þar sem íslenska liðið vann sigur í báðum viðureignum, vann svo sinn riðil og fór eftirminnilega inn í lokakeppnina í Rússlandi.
Leikurinn í Kósóvó fór 1-2 áður en Strákarnir okkar unnu svo 2-0 sigur hér heima í lokaleik riðilsins. Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson skourðu mörk Íslands í fyrri leiknum. Gylfi skoraði einnig í seinni leiknum en Jóhann Berg Guðmundsson skoraði hitt markið.
Aron Einar Gunnarsson, Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingi Ingason, sem allir eru í íslenska hópnum fyrir umspilsleikina sem eru framundan, voru með íslenska liðinu í þeim leikjum.
Íslenska liðið kom saman til æfinga á Spáni í gær, þar sem það undirbýr sig fyrir leikina.