Liverpool hefur spurst fyrir um Liam Delap samkvæmt fréttum frá Englandi.
Delap er á mála hjá nýliðum Ipswich og hefur skorað tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir vandræðagang liðsins í fallbaráttunni.
Liverpool er talið á höttunum eftir framherja í sumar og hafa stjörnur eins og Alexander Isak verið orðaðar við félagið.
Félagið sér Delap þó sem ódýrari kost, en talið er að Ipswich vilji um 40 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla leikmann.
Delap kom upp í gegnum unglingastarf City og kom þaðan til Ipswich í fyrra.