Nokkur lið eru áhugasöm um að fá Caoimhin Kelleher, markvörð Liverpool, í sumar.
Kelleher hefur verið varaskeifa fyrir Alisson undanfarin ár en oft á tíðum staðið sig vel þegar hann fær tækifærið.
Talið er að þessi 26 ára gamli leikmaður vilji fá stærra hlutverk og þurfi því að færa sig um set.
Samkvæmt The Sun er Bournemouth nýjasta liðið í kapphlaupið um Kelleher, en stjóri liðsins Andoni Iraola er sagður mikill aðdáandi.
Chelsea og Tottenham eru einnig talin hafa áhuga en Bournemouth telur sig geta unnið slaginn við stórliðin tvö um þjónustu Írans.