Knattspyrnuaðdáandi græddi vel á leik Newcastle og Liverpool, sem mættust í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær.
Newcastle vann 2-1 og þar með sinn fyrsta titil í 70 ár. Enskir miðlar vekja athygli á áhugaverðu veðmáli sem datt hjá manni að nafni Tomas í gær.
Hann veðjaði á að Kieran Trippier myndi leggja upp mark á Dan Burn í leiknum, sem einmitt gekk upp.
Stuðullinn var 81 gegn 1 og setti Tomas 25 pund undir. Fékk hann því 2 þúsund pund út, eða um 350 þúsund krónur.