Thiago Motta, stjóri Juventus, er enn með fullt traust frá stjórn félagsins.
Cristiano Giuntoli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, segir frá þessu. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð stórt og er dottið úr Meistaradeildarsæti.
3-0 tap varð niðurstaðan gegn Alberti Guðmundssyni og félögum í gær, þar sem Íslendingurinn skoraði.
„Thiago Motta verður áfram. Við komumst í gegnum þennan erfiða kafla saman,“ sagði Giuntoli eftir leik í gær.
Motta tók við Juventus í sumar eftir að hafa náð flottum árangri með Bologna.