Ítalska knattspyrnugoðsögnin Gennaro Gattuso, sem nú stýrir liði Hajduk Split í Króatíu, hraunaði yfir sjónvarpsmann þar í landi eftir tapleik í gær.
Hajduk Split tapaði 3-0 gegn Rijeka og missti þar með toppsætið til þeirra. Gattuso mætti í beina útsendingu eftir leik og hjólaði þar í sparkspekinginn Josko Jelicic.
Gattuso kvaðst ósáttur með ummæli sem Jelicic, sem er fyrrum leikmaðir Hajduk Split, hefur látið falla um liðið undanfarið.
„Þú spilaðir fótbolta og veist hvernig staðan er. Þú hefur talað illa um okkur og ég ber enga virðingu fyrir þér,“ sagði Gattuso.
Rifrildi þeirra fór fram á ensku, spænsku og ítölsku. Þessa ótrúlegu uppákomu má sjá hér að neðan.
Things got heated between Joško Jeličić and Gennaro Gattuso after the match. pic.twitter.com/NZEd6Qe04x
— Croatian Football (@CroatiaFooty) March 16, 2025