Arsenal er sagt vera að horfa í óvænta átt í leit að hægri bakverði en ensk götublöð fjalla á meðal annars um málið.
Um er að ræða bakvörðinn Omar Hilali sem spilar með Espanyol og er Mikel Arteta, stjóri Arsenal, talinn vera aðdáandi leikmannsins.
Hilali er 21 árs gamall og getur einnig spilað á vængnum en Barcelona er einnig að sýna stráknum áhuga.
Arsenal gæti fengið leikmanninn mjög ódýrt í sumar en hann er talinn vera með kaupákvæði í samningi sínum upp á 12,5 milljónir punda.
Ben White er aðal hægri bakvörður Arsenal en meiðsli hafa sett strik í hans reikning á þessu tímabili.