fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Kjaftasagan um helgina varð til út af spaugi í beinni – „Ég gaf mér að þetta væri eitthvað bull“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. mars 2025 10:30

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór af stað smávægilegur misskilningur er tengist hóp íslenska karlalandsliðsins fyrir komandi leiki gegn Kósóvó í þættinum Doc Zone á laugardag.

Þættirnir eru sýndir beint á Youtube og stýrir Hjörvar Hafliðason ferðinni. Þar er fylgst með enska boltanum og því sem er í gangi í beinni á laugardögum, en einnig er farið um víðan völl og fjörlegar umræður eiga sér stað. Allt saman á afar léttum nótum þó.

Þá geta áhorfendur sent inn athugasemdir og það var einmitt það sem hratt af stað misskilningi um að Arnór Ingvi Traustason þyrfti að draga sig úr landsliðshópnum fyrir komandi leiki og að Gylfi Þór Sigurðsson kæmi inn í hans stað.

Gylfi Þór og Arnór Ingvi á æfingu. Mynd: DV/KSJ

Áhorfandi sendi þetta inn í gríni og sagan uppspuni frá rótum. Arnór Ingvi er ekki meiddur og lék allan leikinn gegn Hacken í sænska bikanum í gær. Þetta rataði hins vegar í fjölmiðla á laugardag.

„Ég vissi ekki alveg hvort þetta væri djók eða ekki því Arnar fór út af á 105. mínútu í leiknum áður. Ég gaf mér að þetta væri eitthvað bull og sagði í útsendingunni að svona allt væri staðfest á heimasíðu KSÍ, við þyrftum að fara varlega,“ segir Hjörvar um málið í nýjasta þætti hlaðvarpsins Dr. Football.

„Það hefur einhver komið inn í þetta í miðju spjalli og látið Fótbolta.net vita. Arnór Ingvi rankar bara við sér, búinn að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Allt út af einhverju svona bulli,“ segir Hjörvar enn fremur, léttur í bragði.

„Youtube-menningin er stutt komin á Íslandi og við skulum passa okkur á þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Spurður út í framtíðina eftir að Albert og félagar pökkuðu þeim saman

Spurður út í framtíðina eftir að Albert og félagar pökkuðu þeim saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Góðar líkur á að hann verði seldur í sumar

Góðar líkur á að hann verði seldur í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin gerir breytingu sem tekur gildi strax á næstu leiktíð – Ekki eru allir sáttir

Enska úrvalsdeildin gerir breytingu sem tekur gildi strax á næstu leiktíð – Ekki eru allir sáttir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega uppákomu í beinni útsendingu – „Ég ber enga virðingu fyrir þér“

Sjáðu ótrúlega uppákomu í beinni útsendingu – „Ég ber enga virðingu fyrir þér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sannfærður um að hann muni velja Jamaíka frekar en England – ,,Boltinn er hjá honum“

Sannfærður um að hann muni velja Jamaíka frekar en England – ,,Boltinn er hjá honum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool mun hafa betur gegn Chelsea

Liverpool mun hafa betur gegn Chelsea