Manchester City er til í að selja Matteo Kovacic í sumar samkvæmt fréttum frá Englandi.
Kovacic, sem er þrítugur, á tvö ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistarana en félagið er til í að selja hann í sumar fyrir rétt verð.
Miðjumaðurinn hefur verið hjá City síðan fyrir síðustu leiktíð og spilað þokkalega stóra rullu en nú er útlit fyrir að hann fari aftur til Spánar.
Líklegt er að Kovacic fari til Atletico Madrid, sem er áhugavert í ljósi þess að hann var áður hjá Real Madrid.
Kovacic hefur einnig spilað fyrir Chelsea, Inter og Dinamo Zagreb á ferlinum. Hann á yfir 100 landsleiki að baki fyrir Króatíu.