Í fyrsta sinn í 25 ár verða ekki notaðir boltar frá Nike í ensku úrvalsdeildinni frá og með næstu leiktíð.
Úrvalsdeildin hefur tilkynnt að frá og með næstu leiktíð verði notast við bolta frá Puma, en þar með lýkur 25 ára samstarfi deildarinnar við Nike.
Úrvalsdeildin og Puma fagna komandi breytingum og þessum stóra samningi þeirra á milli í yfirlýsingu.
Knattspyrnuáhugamenn eiga oft erfitt með breytingar og vekja enskir miðlar athygli á reiði einhverra netverja með fyrirhugaðar breytingar.