Jamie Carragher segir ljóst að hans menn í Liverpool þurfi að styrkja sig sóknarlega eftir tapið gegn Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær.
Newcastle vann leikinn 2-1 og þar með fór annar titillinn á örfáum dögum hjá Liverpool, en liðið tapaði gegn PSG í Meistaradeildinni í síðustu viku.
„Þetta var sennilega ein versta frammistaða sem ég hef séð frá Liverpool í úrslitaleik. En það er erfitt að vera of gagnrýninn. Þeir hafa gefið allt í þetta tímabil og tapað einum leik í deildinni. En þessi leikur sýndi mér hvar Liverpool þarf að styrkja sig,“ sagði Carragher eftir leik, en Liverpool er langefst í ensku úrvalsdeildinni.
„Það vantar hraða fram á við. Ég nánast vorkenndi Mo Salah. Hann fékk mikla gagnrýni eftir leikina við PSG á móti Mendes, mögulega besta vinstri bakverði heims. Ég held að Liverpool þurfi að kaupa tvo sóknarmenn sem geta spilað með Salah, vonandi, á næstu leiktíð.“
Ekki er ljóst hvort Salah sjálfur verði áfram á næstu leiktíð, en hann er að verða samningslaus eins og lykilmennirnir Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk einnig.
"I must say that is one of the worst performances I've seen from Liverpool in a cup final" 😳
Brutally honest from @Carra23 pic.twitter.com/SDVttFoRoX
— Sky Sports (@SkySports) March 16, 2025