Bruno Fernandes lagði upp tvö mörk og skoraði eitt sjálfur í 0-3 sigri Manchester United á Leicester í gær.
Fyrirliðinn hefur gjarnan verið ljósi punkturinn á ansi erfiðum kafla United og átti það sannarlega við um leikinn í gær. Liðið fór upp fyrir Tottenham og í 13. sæti með sigrinum í gær.
Með stoðsendingum sínum í gær komst Fernandes í merkan hóp manna sem hafa lagt upp 50 mörk eða fleiri fyrir United í ensku úrvalsdeildinni.
Hinir eru Ryan Giggs (162), Wayne Rooney (93), David Beckham (80), Paul Scholes (55) og Eric Cantona (51). Tölfræðisíðan OptaJoe vekur athygli á þessu.
50 – With his two assists against Leicester City this evening, Bruno Fernandes became the sixth Manchester United player to reach 50 assists in the Premier League after Ryan Giggs (162), Wayne Rooney (93), David Beckham (80), Paul Scholes (55) and Eric Cantona (51). Pivotal. pic.twitter.com/OlaptWm7fr
— OptaJoe (@OptaJoe) March 16, 2025