Stefán Teitur Þórðarson skoraði virkilega laglegt mark fyrir lið Preston sem mætti Portsmouth í næst efstu deild Englands í gær.
Um var að ræða sterkan sigur fyrir Preston sem er í 14. sæti deildarinnar með 47 stig og tíu stigum frá umspilssæti.
Það er þó styttra í fallbaráttuna en Derby er í 22. sætinu með 38 stig þegar 38 umferðir eru búnar.
Stefán spilaði allan leikinn í sigrinum en hann tryggði sigurinn með laglegu marki á 87. mínútu.
Markið má sjá hér.
Some composure from Stefan Thordarson to score from that angle to win it for Preston in the final couple of minutes today.
— HLTCO (@HLTCO) March 15, 2025