ÍA hefur lagt fram tilboð í sóknarmanninn Tryggva Hrafn Haraldsson en þetta segir sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson.
Kristján er með sína heimildarmenn í boltanum en hann er einn af meðlimum hlaðvarpsþáttarins Þungavigtin.
Tryggvi Hrafn er uppalinn hjá ÍA en hann hefur tvívegis leikið með aðalliði félagsins frá 2015-2017 og svo 2019-2020.
Valur tryggði sér þjónustu leikmannsins 2021 en hann var þá að snúa aftur heim eftir dvöl hjá Lilleström í Noregi.
Kristján Óli segir að um metfé sé að ræða og eru því líkur á að þessi 28 ára gamli leikmaður sé á leið aftur heim.
Heimavinnan sefur aldrei.
ÍA hefur boðið metfé í Tryggva Hrafn Haraldsson hjá Val.#HeimavinnaHöfðingjans pic.twitter.com/M5VRz87c1p— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 16, 2025