James Rodriguez hefur útskýrt af hverju hann ákvað að semja við Real Madrid árið 2014 en hann kom þá til félagsins frá Monaco.
Rodriguez frétti af áhuga Real á meðan hann lék á HM 2014 en hann var þá lykilmaður í liði Kólumbíu.
Það var Florentino Perez, forseti Real, sem sannfærði leikmanninn um að koma til Spánar í mjög stuttu máli.
,,Það sem Florentino sagði við mig var: ‘Hvað viltu? Viltu árangur eða peninga?’ Það fékk mig að lokum til að skrifa undir hjá Real Madrid,“ sagði Rodriguez.
,,Umboðsmaðurinn minn sagði mér eftir annan eða þriðja leikinn á HM að þeir hefðu áhuga og ég óttaðist að missa einbeitinguna.“
,,Eftir það þá skoraði ég eitt mark gegn Japan og tvö mörk gegn Úrúgvæ – þetta fór í hina áttina, ég spilaði betur!„