William prins var óvæntur gestur hjá ensku götublaði nú á dögunum en hann er eins og margir vita mikill knattspyrnuaðdáandi.
Prinsinn sjálfur ákvað að gefa kost á sér í stutta spurningakeppni hjá the Sun en ástæðan er ást hans á knattspyrnufélaginu Aston Villa.
William fékk þarna spurningar frá leikmanni Villa, Tyrone Mings, og virtist skemmta sér konunglega.
Hann er duglegur að mæta á leiki sinna manna á Villa Park og enn duglegri undanfarið eftir að gengi liðsins hefur verið fyrir ofan væntingar.
Sun ákvað að reyna á knattspyrnuþekkingu William sem svaraði vel fyrir sig og hefur fengið mikið hrós fyrir framkomuna.
Sjón er sögu ríkari en þetta myndband má sjá hér.