Liverpool 1 – 2 Newcastle
0-1 Dan Burn(’45)
0-2 Alexander Isak(’52)
1-2 Federico Chiesa(’94)
Newcastle er deildabikarmeistari árið 2025 en liðið vann Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley í kvöld.
Það var mikill hiti á meðal leikmanna í þessum leik en Newcastle hafði að lokum betur með tveimur mörkum gegn einu.
Dan Burn og Alexander Isak sáu um að skora mörk Newcastle en þau komu undir lok fyrri hálfeiks og í byrjun þess síðari.
Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Liverpool í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Newcastle hélt út og vann að lokum sinn fyrsta stóra titil í 70 ár.
Frábært afrek hjá Newcastle sem spilaði vel í leiknum og má segja að sigurinn hafi verið verðskuldaður.