Ilkay Gundogan, leikmaður Manchester City, segir að liðið hafi í raun misst alla trú eftir annað mark Brighton í leik liðanna í gær.
City þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli við Brighton á heimavelli en það var sjálfsmark Abdukodir Khusanov sem tryggði stigið fyrir gestina.
,,Ég viðurkenni að ég er mjög vonsvikinn. Eftir að hafa komist yfir í tvígang og að hafa spilað vel þá er pirrandi að fá ekki þrjú stig,“ sagði Gundogan.
,,Eftir að hafa fengið á okkur sjálfsmarkið þá misstum við trú og sjálfstraust, við fórum aftar á völlinn og gáfum þeim auðveld færi.“
,,Það er svo mikilvægt að halda haus, auðvitað geta allir gert mistök í svona leikjum, andstæðingarnir eru það góðir.“