Newcastle klúbburinn á Íslandi vekur athygli á því að það verður hittingur á Ölveri í dag fyrir stórleik liðsins gegn Liverpool í enska deildabikarnum.
Um er að ræða úrslitaleikinn sjálfan en flautað verður til leiks á Wembley klukkan 16:30.
Stuðningsmenn Newcastle hérlendis ætla að hittast um klukkan 13:00 á Ölveri og verður boðið upp á pöbb kviss, tónlistaratriði og fleira.
Formaður klúbbsins er eðlilega mjög spenntur fyrir viðureigninni en Newcastle spilaði síðast úrslitaleik árið 2023 og þá mættu tæplega 80 manns.
,,Ég er spenntur fyrir bæði viðburðinum og leiknum sjálfum. Síðast þegar við spiluðum úrslitaleik 2023 þá komu tæplega 80 manns og stemningin var mikil,“ segir formaður félagsins Kristinn Bjarnason.
,,Ég hvet alla stuðningsmenn Newcastle að mæta.“
Newcastle klúbburinn hér heima var endurvakinn árið 2023 og má nálgast heimasíðuna með því að smella hér.