Kylian Mbappe er búinn að jafna markamet goðsagnarinnar Ronaldo hjá Real Madrid sem lék með félaginu frá 2002 til 2007.
Um er að ræða hinn brasilíska Ronaldo en hann skoraði 104 mörk í 177 leikjum fyrir Real á fimm árum sem er svo sannarlega meira en Mbappe.
Markametið umtalaða eru mörk á einu tímabili en Ronaldo náði mest 31 marki í 48 leikjum 2003-2004.
Mbappe er búinn að gera það sama eftir tvennu gegn Villarreal í La Liga í gær en hann er með 31 mark í 44 leikjum.
Það er ljóst að Mbappe mun bæta met Ronaldo en hann er að spila sitt fyrsta tímabil á Spáni eftir komu frá Paris Saint-Germain í sumar.