Hinrik Harðarson hefur skrifað undir samning við Odd BK í Noregi en þetta staðfestir hans fyrrum félag ÍA í kvöld.
Um er að ræða virkilega efnilegan leikmann sem kom til ÍA frá Þrótturum í fyrra.
Hinrik er fæddur árið 2004 en hann spilaði 21 leik fyrir ÍA í efstu deild í fyrra og skoraði fimm mörk.
Hann hefur einnig vakið athygli fyrir frammistöðu sína á undirbúningstímabilinu og er með fjögur mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum.
Odd er nokkuð þekkt félag í Noregi en liðið leikur í næst efstu deild í dag og stefnir að því að komast upp.
ÍA staðfesti félagaskiptin á samskiptamiðlum sínum nú í kvöld en eina af þeim færslum má sjá hér.
Hinrik Harðarson kveður ÍA 💛🖤
Knattspyrnufélag ÍA hefur gengið frá samkomulagi um sölu á Hinriki Harðarsyni til norska félagsins Odds BK.
Hinrik gekk til liðs við ÍA frá Þrótti Reykjavík fyrir tímabilið 2024 og hefur á skömmum tíma sannað sig sem öflugur og metnaðarfullur… pic.twitter.com/Z8vYBl7qmP
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) March 16, 2025