fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Eftir mikið svekkelsi er Magnús afar þakklátur í dag – „Það er mjög skrýtið að segja það“

433
Sunnudaginn 16. mars 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Már Einarsson, þjálfari nýliða Aftureldingar í Bestu deild karla, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.

Aftuerelding fór upp í gegnum umspil Lengjudeildarinnra í fyrra eftir að hafa valdið vonbrigðum í deildinni lengi vel. Árið áður hafnaði liðið í öðru sæti deildarinnar en tapaði svo í úrslitaleik umspilsins.

video
play-sharp-fill

„Það er mjög skrýtið að segja það en ég er þakklátur fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum 2023. Ég var ekki þakklátur mínútu eftir leikslok en fyrst þetta spilaðist svona er það bara ómetanleg reynsla sem við náðum að afla okkur. Ég, fólkið í kringum félagið og leikmenn. Þetta var mikið högg 2023, við spiluðum frábært tímabil og fannst við eiga skilið að fara upp. Við náðum að gíra okkur upp, æfðum betur og vorum í ennþá betra formi í fyrra. Erfiðleikar í byrjun og ná aftur að vinna okkur upp úr þeim, fara aftur á Laugardalsvöll og vinna úrslitaleikinn. Þetta er ótrúlega mikill skóli fyrir alla í kringum þetta og það mun hjálpa okkur mikið í sumar,“ sagði Magnús í þættinum.

„Við vorum í níunda sæti í Lengjudeildinni í júlí í fyrra og það hafði enginn trú á að við værum að fara upp nema bara klefinn. En við höfðum allan tímann trú. Þú hefðir ekki hitt mann sem hafði minnstu efasemdir um að fara upp.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rekinn úr vinnunni fyrir að stunda kynlíf með eiginkonunni á vinnustaðnum – Lét kveikja á öllum ljósum og var mjög sjáanlegur

Rekinn úr vinnunni fyrir að stunda kynlíf með eiginkonunni á vinnustaðnum – Lét kveikja á öllum ljósum og var mjög sjáanlegur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að ÍA hafi boðið metfé í Tryggva Hrafn

Segir að ÍA hafi boðið metfé í Tryggva Hrafn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“
433Sport
Í gær

England: Frábær sigur Brentford

England: Frábær sigur Brentford
433Sport
Í gær

Landsþekktur einstaklingur lést aðeins 47 ára gamall – Fannst látinn fyrir utan eigið heimili

Landsþekktur einstaklingur lést aðeins 47 ára gamall – Fannst látinn fyrir utan eigið heimili
433Sport
Í gær

Arsenal að stækka við sig

Arsenal að stækka við sig
433Sport
Í gær

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“

Sjáðu færsluna: Pogba mikill aðdáandi leikmanns United – ,,Goðsögn“
Hide picture