Mikel Arteta, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann sé mikill aðdáandi Enzo Maresca og því starfi sem hann er að sinna hjá Chelsea.
Chelsea heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag en þar mætast liðin í öðru og fjórða sæti deildarinnar.
,,Um leið og ég sá þá spila á undirbúningstímabilinu og byrjaði að skilja hvernig Enzo virkar og sá hæfileikana í liðinu, ég vissi að þeir kæmu til greina sem lið sem gæti unnið úrvalsdeildina,“ sagði Arteta.
,,Það er svo mikið til staðar þarna. Um leið og allt byrjar að smella hjá Chelsea og þeir finna þessa tengingu og stöðugleika þá geta þeir keppt við hvaða lið sem er.“
,,Maresca er stórkostlegur þjálfari. Hann er mjög skýr í því sem hann vill gera og hvernig hann vill gera það. Ég er mjög hrifinn af því hvernig hans lið spilar.“