Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, hefur varað Marcus Rashford við eftir að sá síðarnefndi var valinn í enska landsliðshópinn.
Valið kom þónokkrum á óvart en Rashford er í dag á mála hjá Aston Villa á lánssamningi hjá Manchester United.
Tuchel hefur verið ánægður með framlag Rashford í undanförnum leikjum Villa og ákvað að taka sénsinn á leikmanninum.
Hann varar Rashford þó við því að ef hann verði að horfa fram veginn frekar en að taka upp gamla rútínu þar sem hann var óneitanlega með ákveðna stjörnustæla á vellinum.
,,Að mínu mati þá hefur hann haft mikil áhrif hjá Aston Villa, mest megnis þegar hann kemur inn af bekknum,“ sagði Tuchel.
,,Hann hefur hrifið mig og þá aðallega hans varnarvinna og hvernig hann vinnur til baka. Ég fékk það á tilfinninguna að við ættum að velja hann og reyna að fá hann til að komast í sitt gamla form frekar en að halda sig við gömlu rútínuna.“