Það var rætt um ljótt brot Samúels Kára Friðjónssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Samúel Kári, sem er leikmaður Stjörnunnar, fékk í vikunni tveggja leikja bann í Lengjubikarnum fyrir afar ljóta tæklingu á Gabríel Hrannari Eyjólfssyni, leikmanni KR. Ljóst er að hann tekur bannið út í móti næsta árs og því hafið Íslandsmótið nú í vor.
Meira
Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot
„Mér finnst það bara bull. Þetta er mót innan KSÍ og hann á bara að fara í 3-4 leiki í bann í Bestu deildinni. Þú getur ekki sett svona fordæmi,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson um málið í þættinum.
„Ég var nú oft vitlaus í fótboltanum og ég fékk einu sinni eitthvað sex vikna bann þegar ég braut af mér í Lengjubikarnum. Mér finnst að þeir ættu að gera eitthvað þannig,“ sagði Hrafnkell enn fremur, en hann var liðtækur leikmaður í neðri deildunum hér heima á árum áður.
„Þetta setur lélegt fordæmi fyrir neðri deildina þar sem ýmislget kemur upp á. Þú getur mætt bara og fótbtrotið einhvern ef þú ert pirraður.“
Umræðan í heild er í spilaranum.