Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að það sé enginn miðill í heiminum sem viti hvar framtíð varnarmannsins Virgil van Dijk liggur.
Van Dijk verður samningslaus í sumar en hann hefur enn ekki skrifað undir framlengingu við enska félagið.
Slot segir að hann hafi sjálfur ekki hugmynd um hvað verður um Hollendinginn svo að það séu engar líkur á að aðrir úti í heimi hafi hundsvit á því sem er í gangi.
,,Ég veit ekki hvað mun gerast á næsta ári. Ef einhver segist vita hvað sé að fara gerast þá eru þeir að ljúga að ykkur,“ sagði Slot.
,,Það eina sem ég veit er að ég vil halda Virgil fyrir næsta tímabil. Að ræða samningamálin er ekki eitthvað sem ég ætla að gera.“