Imanol Alguacil, stjóri Real Sociedad, segir að Manchester United hafi fengið alvöru hjálp á fimmtudag er liðin áttust við í Evrópudeildinni.
United komst áfram með 4-1 sigri á heimavelli sínum Old Trafford og mætir Lyon í næstu umferð keppninnar.
Alguacil telur þó að dómari leiksins hafi ráðið úrslitum í þessari viðureign en United fékk tvær vítaspyrnur í viðureigninni.
,,Þetta er vont en maður veit ekki hvernig á að útskýra þetta án afsakana. United var betra liðið en ég hefði verið til í að spila lið gegn liði,“ sagði Alguacil.
,,Dómarinn dæmdi vítaspyrnur sem voru ekki vítaspyrnur. Við áttum ekki skilið svona dómara, ekki við og ekki Manchester United.“
,,Þetta var ekki eðlileg frammistaða frá dómara. Ég vorkenni stuðningsmönnum liðsins. Við getum ekki kennt leikmönnunum um, dómarinn leyfði okkur ekki að spila leikinn.“