Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal, Anders Limpar, hafa verið athygli en hann tjáði sig um stjóra liðsins, Mikel Arteta.
Limpar er á því máli að Arteta geti gert það sama og Arsene Wenger sem var lengi við stjórnvölin hjá félaginu og unnið hjá félaginu í um 20 ár.
Arteta hefur hingað til mistekist að vinna stærstu titlana í Evrópu en er samt sem áður í öðru sæti úrvalsdeildarinnar.
,,Auðvitað getur hann gert það sama. Ef við vinnum stórmót eins og Meistaradeildina eða úrvalsdeildina þá verður hann hérna í langan tíma,“ sagði Limpar.
,,Hann hefur sannað það að hann getur breytt lélegu liði í heimsklassa lið – hann hefur breytt ömurlegum leikmönnum í frábæra leikmenn.“
,,Hann er að vinna frábæra vinnu. Við erum stöðugt og ríkt félag – við getum keypt hvaða leikmann sem er.„