Mohamed Salah er búinn að jafna met Harry Kane og Sergio Aguero í ensku úrvalsdeildinni.
Salah var í gær valinn leikmaður mánaðarins á Englandi en hann er að vinna þessi verðlaun í sjöunda sinn á ferlinum.
Það er enginn smá árangur hjá þessum öfluga leikmanni sem hefur verið stórkostlegur fyrir Liverpool á þessu tímabili.
Salah er nú á toppnum ásamt tveimur fyrrum leikmönnum deildarinnar, Kane sem spilar með Bayern Munchen og Aguero sem er hættur.
Salah hefur skorað 32 mörk og lagt upp önnur 22 á tímabilinu og spilar úrslitaleik deildabikarsins á morgun gegn Newcastle.