Fyrrum leikmaður Manchester United, Brandon Williams, hefur viðurkennt umferðisbrot sem hann framkvæmdi árið 2023.
Atvikið átti sér stað í ágúst á því ári en Williams klessti þá Audi bifreið sína nálægt Handforth.
Málið hefur verið til rannsóknar í einhvern tíma en Williams keyrði að allt að 160 kílómetra hraða sem er langt yfir hámarkshraða.
Ónefnd kona var ásamt Williams í bifreiðinni en á einum tímapunkti sást hann með blöðru í munninum – konan hafði tekið það upp á myndband.
Búið er að staðfesta það að Williams hafi ekki verið undir áhrifum áfengis en hann þurfti á læknisaðstoð að halda eftir áreksturinn.
Það er ekki búið að dæma í þessu máli en Williams þarf að mæta fyrir framan dómara þann 9. maí í Chester og gæti átt yfir höfði sér ansi harða refsingu og þar á meðal skilorðsbundið fangelsi.